Leiðbeiningar um hvernig verkefni er sett inn á heimasíðuna ykkar á neocities:
- vistið verkefnið í tölvunni. Þá verður til mappa sem inniheldur skjölin sketch.js og index.html.
- Breytið nöfnunum á skjölunum í v1.js og v1.html og færið skjölin yfir á neocities dashboard-ið ykkar. Ekki færa index.html yfir því þá eyðið þið heimasíðunni ykkar!
- Bætið við hlekk á v1.html á aðalsíðuna ykkar. Það er gert með línunni:
< a href="v1.html" > Verkefni 1 < /a >.
v1.html síðan sér um að keyra p5 kóðann ykkar.
- Inn í v1.html er valið hvaða javascript kóði er keyrður. Í því skjali stendur hjá ykkur "script src = sketch.js". Breytið sketch.js í "v1.js".
- Síðasta skrefið til þess að fá p5 til að keyra er að hlaða p5 upp á síðuna. Búið til möppu sem heitir libraries. Setjið skjölin p5.js, p5.dom.js og p5.sound.js inn í möppuna en þið finnið þau í sömu möppu og verkefnið sem var vistað í tölvunni.
- Fyrsta verkefnið ykkar ætti nú að birtast á skjánum þegar smellt er á hlekkinn af aðalsíðunni!