Skapandi forritun

Um námskeiðið

Skapandi forritun er valnámskeið sem er kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð. Í námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í forritun svo sem breytur, föll, lúppur, hluti og klasa. Nemendur vinna að skapandi verkefnum og nýta það sem lært er til þess að koma eigin hugmyndum í framkvæmd.

Í fyrri helmingi námskeiðsins vinna nemendur fyrst og fremst í scratch - umhverfinu sem hannað er af creative kindergarten - teyminu við MIT háskóla. Í seinni helmingi námskeiðsins vinna nemendur mest í p5. p5 er útgáfa af processing sem skrifað er í forritunarmálinu javascript. Kennari námskeiðsins er Guðný Guðmundsdóttir, netfang ggu@mh.is.