If og if/else

Syntax fyrir skilyrðissetningar

Skilyrðissetning með if og else hefur formið:

if(skilyrði){ 
 ef skilyrðið er satt
 eru skipanirnar hér framkvæmdar
 } 
 else{ 
  annars eru skipanirnar hér
  framkvæmdar
  }

Í forritinu hér fyrir neðan eru teiknaðar ellipsur vinstra megin ef músin er hægra megin (mouseX>width/2) og öfugt.

function setup() {
 createCanvas(400,400);
 frameRate(5); //kallað á draw 5x á sekúndu
}

function draw() {
 background(115);
 fill(0,0,200, 20);
 
 if(mouseX > 200){
  //x er á bilinu frá 0 upp í width/2
  ellipse(random(width/2), random(height), random(30), random(30));
  }
 else{
  // x er á bilinu frá width/2 upp í width
  ellipse(random(width/2,width),random(height), random(30), random(30));
  }
 }
}
 

Notum for setningu til þess að teikna margar ellipsur

Syntaxinn fyrir for lúppu er

 for (var i = byrjunargildi; skilyrði; breyting á i){ skipanir sem á að endurtaka á meðan skilyrðið er satt}
 

Ef teikna á 50 hringi á mismunandi stöðum gæti for lúppan t.d. verið:

  for(var i = 1; i< 50; i = i+1) {
  //x verður slembitala á bilinu frá 0 upp í 400
  ellipse(random(400), 200, 20,20);}
 

Frekari umfjöllun um for lúppur má finna hér.

Hér fyrir neðan má sjá forrit þar sem for-lúppa er notuð til að teikna 50 ellipsur. x verður á bilinu frá 0 upp í 200 ef mouseX er meira en 200, en á bilinu frá 200 upp í 400 ef músin er vinstra megin á skjánum.

 function setup() {
 createCanvas(400,400);
 frameRate(5);
}

function draw() {
 background(115);
 fill(0,0,200, 20);
 
 if(mouseX > width/2){
  for(var i = 1; i< 50;i = i+1) {
  ellipse(random(width/2), random(height), random(30), random(50));}
 }
 else{
   for(var j = 1; j< 50;j = j+1) {
  ellipse(random(width/2,width),random(height), random(30), random(30));
   }
 }
}
 

Prófið að hafa fleiri ellipsur eða breyta því hversu gegnsæjar þær eru. Síðasta inntakið ´í fill ræður gegnsæinu.

Svæða - þraut

Skiptu skjánum upp í amk. 4 svæði. Mismunandi hlutir ættu að gerast eftir því yfir hvaða svæði músin er. Einföld útgáfa væri að sá hluti svæðisins sem músin er yfir yrði öðru vísi á litinn en hin svæðin, einnig væri hægt að teikna mismunandi munstur eða form eftir því hvar músin er staðsett. Notandinn ætti að sjá hvar svæðin eru.