Forritun í p5 - litir og form

Form og ferlar (Shapes)

Á reference síðu p5 má sjá hvaða skipanir eru í boði. "2D shapes" skipanirnar teikna mismunandi einföld form:

Til þess að gera ferla sem eru flóknari, þ.e. ekki bara hluti af hring með föstum radíus er hægt að nota kúrvu-föllin, eins og t.d. Bezier fallið.

Litir

Liti frá hvítum yfir í svart (greyscale) má velja með því að gefa eina tölu á bilinu frá 0 (svart) upp í 255 (hvítt). Ef þrjár tölur eru gefnar segja þær til um hversu mikið rautt, blátt og grænt er í litnum, þær upplýsingar kallast RGB gildi litar. Ef fjórða talan er gefin segir hún til um hversu gegnsær liturinn er. Eftirfarandi skipanir tengjast litum :

Litir og form - Verkefni 1. Endurgerð málverks eftir Mondrian.

Endurgerið málverkið hér fyrir neðan. Notið eingöngu einföld form ("2D forms") í p5. Reynið að halda hlutföllum og litum alveg eins og á fyrirmyndinni. Þið getið hægrismellt á myndina, hlaðið henni niður og opnað svo t.d. í incscape til þess að skoða hana betur. Einnig eru til ókeypis forrit á netinu sem greina RBG lit á myndum sem hlaðið er upp eða skoðaðað (sjá hlekk inn á innu). Verkefninu er skilað inn á innu.

Mondrian

Piet Mondrian (1872-1944), Composition no. III, with Red, Blue, Yellow and Black, 1929. [Mynd © Christie’s, 2015.]

Litir og form - Verkefni 2. Endurgerð verks að eigin vali.

Endurgerið eitt málverkanna hér fyrir neðan eða annað að eigin vali eftir bestu getu. Fyrir neðan myndirnar eru fleiri hugmyndir að stefnum/listamönnum sem hægt væri að nota til að leita að verki til að endurgera. Fáið samþykki kennara fyrirfram fyrir því verki sem þið viljið endurgera ef það er ekki af listanum. Athugið að þetta verkefni er þraut sem er í flestum tilfellum ekki hægt að leysa fullkomlega, en vonandi hægt að læra heilmikið af :) Verkefninu er skilað inn á innu.

Picasso

Pablo Picasso, Portrait Cubiste.

Man with hat

Pablo Picasso, Head of a Man with a Hat, Paris, December 1912

Man with hat

Hans Bellmer. Portrait de Ferdinand Springer.

Man with hat

Tom Hackney. Chess Painting No. 61 (Duchamp vs. Hanauer, New York, 1952).

Dæmi um stefnur í myndlist og nokkra listamenn sem hægt er að nota sem upphafspunkt í leit að verki til að endurgera:

Litir og form - Verkefni 3. Eigið verk.

Verkið ætti að innihalda einföld form. Á p5 reference síðunni hvet ég ykkur til að skoða vel einföld form og ferla:

einnig ættuð þið að skoða vel hvernig vinna má með liti. Athuga að sé fjórða gildið gefið líka má stýra gegnsæi litanna.

Gott getur verið að byrja á að vinna hugmyndina á pappír og allt í lagi er að nota innblástur úr þeim verkum sem þið hafið verið að endurgera eða öðrum verkum, en koma þarf fram hvaðan innblástur er sóttur.

Þegar verkefninu er skilað þarf að skrifa nokkrar línur um verkið, hvert sóttur var innblástur og hvernig ferlið gekk fyrir sig. Ef að við á er hægt að láta mynd af skissunni fylgja með.

Kennsluvefir í p5

Hér eru góðar leiðbeiningar um hvernig má teikna form og nota liti: Drawing shapes, John Kuiphoff

Hér eru leiðbeiningar um fyrstu skref í p5 og dæmi um notkun á ellipse, rect og fleiri skipunum: First steps, creative coding, Allison Parrish

Á reference síðunni fyrir p5 má sjá lista yfir hvaða skipanir eru í boði og dæmi um notkun: p5 reference á p5.org.