Forritun í p5 - litir og form

Form og ferlar (Shapes)

Á reference síðu p5 má sjá hvaða skipanir eru í boði. "2D shapes" skipanirnar teikna mismunandi einföld form:

Til þess að gera ferla sem eru flóknari, þ.e. ekki bara hluti af hring með föstum radíus er hægt að nota kúrvu-föllin, eins og t.d. Bezier fallið.

Litir

Liti frá hvítum yfir í svart (greyscale) má velja með því að gefa eina tölu á bilinu frá 0 (svart) upp í 255 (hvítt). Ef þrjár tölur eru gefnar segja þær til um hversu mikið rautt, blátt og grænt er í litnum, þær upplýsingar kallast RGB gildi litar. Ef fjórða talan er gefin segir hún til um hversu gegnsær liturinn er. Eftirfarandi skipanir tengjast litum :

Litir og form - Verkefni 1. Endurgerð málverks eftir Mondrian.

Endurgerið málverkið hér fyrir neðan. Notið eingöngu einföld form ("2D forms") í p5. Reynið að halda hlutföllum og litum alveg eins og á fyrirmyndinni. Þið getið hægrismellt á myndina, hlaðið henni niður og opnað svo t.d. í incscape til þess að skoða hana betur. Verkefninu er skilað inn á innu.

Mondrian

Piet Mondrian (1872-1944), Composition no. III, with Red, Blue, Yellow and Black, 1929. [Mynd © Christie’s, 2015.]

Litir og form - Verkefni 2. Endurgerð verks að eigin vali.

Endurgerið eitt málverkanna hér fyrir neðan eftir bestu getu. Verkefninu er skilað inn á innu.

Picasso

Pablo Picasso, Portrait Cubiste.

Man with hat

Pablo Picasso, Head of a Man with a Hat, Paris, December 1912

Man with hat

Hans Bellmer. Portrait de Ferdinand Springer.

Man with hat

Tom Hackney. Chess Painting No. 61 (Duchamp vs. Hanauer, New York, 1952).

Litir og form - Verkefni 3. Eigið verk.

Verkið ætti að innihalda einföld form. Á p5 reference síðunni hvet ég ykkur til að skoða vel form og línur:

skoða vel bæði RGB og og HSB litavalið og athuga að sé fjórða gildið gefið líka má stýra gegnsæi litanna.

Gott getur verið að byrja á að vinna hugmyndina á pappír.

Verkinu verður skilað á ykkar eigin neocities síðu. Þar, eða á innu, ætti einnig að skrifa nokkrar línur um verkið, hvert sóttur var innblástur og hvernig ferlið gekk fyrir sig. Ef að við á væri hægt að láta mynd af skissunni fylgja með.

Til að sjá dæmi um notkun á einföldum formum í list má t.d. slá inn á leitar vef "cubism geometry" og skoða myndirnar sem upp koma.

Kennsluvefir í p5

Hér eru góðar leiðbeiningar um hvernig má teikna form og nota liti: Drawing shapes, John Kuiphoff

Hér eru leiðbeiningar um fyrstu skref í p5 og dæmi um notkun á ellipse, rect og fleiri skipunum: First steps, creative coding, Allison Parrish

Á reference síðunni fyrir p5 má sjá lista yfir hvaða skipanir eru í boði og dæmi um notkun: p5 reference á p5.org.