Video

Allison Parrish fjallar um hvernig hægt sé að vinna með myndbönd í p5.

CreateCapture

CreateCapture sækir upplýsingar úr þeirri myndavél sem tengd er við tölvuna. Hér talar Daniel Shiffman um video í p5. Athugið samt að í nýjustu p5 útgáfunni er lús, þannig að video.get() virkar ekki (virkar þar til í útgáfu 5.2).

var video;

function setup() {
  createCanvas(1000,1000);
  background(51);
  video = createCapture(VIDEO);
  video.hide;
}

function draw() {
  tint(255,0,0);
  image(video, 0,0);
}

Allar skipanir sem hægt er að nota á myndir er líka hægt að nota á myndbönd. Til þess að vista myndbandið sem til verður er hægt að nota saveFrames() sem vistar ramma í hvert sinn sem kallað er á draw. Það getur þó fljótt orðið mjög minnisfrekt. Einnig er hægt að nota "screen capture" forrit og vinna svo með það sem út kemur t.d. í iMovie eða öðrum forritun. Lýsingu á leiðum til að vista myndband sem gert er í p5 er að finna hér.