For lúppur

Lúppur eru endurteknar í sífellu þangað til eitthvað skilyrði er ekki lengur uppfyllt. Hér fyrir neðan má sjá forrit sem notar for-lúppu til að teikna línustrikað blað.

Breytan stepSize er skilgreind í fyrstu línu. Hún segir til um hversu langt er á milli tveggja lína.

for lúppan teiknar línu frá punktinum ( 0 , y ) sem er við vinstri rönd yfir í punktinn ( width, y ) sem er á hægri rönd. Width er breiddin á skjánum. y hefur gildir 20 í upphafi, en eykst svo um stepSize í hvert skipti sem farið er í gegn um lúppuna.

Lúppan hættir að endurtaka sig þegar y er orðið jafnstórt eða stærra en height sem er hæðin á skjánum.

Prófið að breyta gildinu á stepSize og sjá hvaða áhrif það hefur á teikninguna!

  var stepSize = 50;

  function setup() {
    createCanvas(400,400);
    background(230, 0, 230);
    strokeWeight(15);
  }

  function draw(){
    for( var y = 20; y < height ; y = y + stepSize ) {
        line(0, y, width, y);
    }
  }
  

Slembilitur valinn með random

Rétthyrningurinn er teiknaður í x = 0, x = 10, x = 20, o.s.fr.v. í hvert sinn sem lúppan er keyrð er gildið á x aukið um 10. Liturinn á rétthyrningnum er valinn í fill. Við veljum slembilit á bilinu frá 50 upp í 150. 0 er svart og 255 er hvítt.

    function setup() {
   createCanvas(400,400);
   background(100);
   noStroke();
   frameRate(5);
  }

  function draw() {
    for(var x = 0; x < width; x = x+10){
      fill(random(50,150));
      rect(x,width/2, 10,10);
      }
  }
  

Önnur dæmi

Skilaverkefni - teikniverkefni með lúppur

Verkefnið ætti að að:

Hægt er að vinna með eina lúppu, eða hreiðraða lúppu eins og í sýniforritunu hér að ofan með tvöfaldri lúppu. Ein dæmi um lausn er að teikna mynstur, þar sem að sama mynstrið eða ólíkt er teiknað á mismunandi stöðum.

Hér er dæmi um lúppuverkefni.

og hér er annað.

Hlekkur á efni um lúppur

p5 reference síðan um for-lúppur

Hér eru leiðbeiningar um notkun á for og while lúppum frá Allison Parrish:

expressions variables, loops,